Fréttir

Jónas lokar hringnum með stórtónleikum á menningarnótt með stelpunum okkar

Það var stórmagnað að sjá Jónas Sigurðsson loka Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt með dyggri aðstoð ungkvennakórsins sem var stofnaður hér í tónleikamaraþoni hans á Borgarfirði.

Hundur í óskilum í Loðmundarfirði

Þann 1. september munu Ferðamálahópurinn og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, með styrk frá Arion Banka, standa fyrir hinum árlegu hausttónleikum í Loðmundarfirði

DÆGURLAGADRAUMAR sunnudaginn 12. ágúst á Borgarfirði

Tónlist í anda Hauks Morthens, Ellýjar Vilhjálms og fleiri góðra samtímamanna þeirra flutt af Bjarna Frey og Þorláki Ægi Ágústssonum, Daníel Arasyni, Erlu Dóru Vogler, Jóni Hilmari Kárasyni og Maríasi Kristjánssyni. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna sem verður gríðarlega gaman að fá í Fjarðarborg.

Bræðslan 2012

Nú er Bræðslan liðin og ekki hægt að segja annað en að hún hafi gengið frábærlega fyrir sig í ár og eiga allir sem að henni komu hrós skilið fyrir flotta framkvæmd. Engin vandamál komu upp og allt fór fram í friði og fegurð.