Fréttir

Barsvar og Jón Arngríms í Fjarðarborg í kvöld

Já Sæll - Fjarðarborg opnaði í gærkvöldi en þar var sérstök móttaka fyrir fastagesti í gær klukkan 00:00 þegar þeir fengu húsið afhent.

Glæsilegur sólpallur að rísa við Blábjörg

Þeir Hörður smiður af héraði og Bjössi á Bakka vinna nú hörðum höndum að því að klára glæsilegan sólpall við gistiheimilið Blábjörg.

Sjómannadagurinn á Borgarfirði 2013

Bláfánaafhending verður á slaginu 13:00 og síðan haldið í skemmtisiglingu. Eftir hana tekur við stórglæsileg skemmtidagskrá í umsjón heimamanna. Kaffihlaðborð Slysavarnarsveitarinnar Sveinunga hefst í Fjarðarborg eftir skemmtidagskrá

Vor- og þemadagar í skólanum

Vor- og þemadagar voru í skólanum síðustu vikuna fyrir sumarfrí.  

Afhending endurskinsvesta

Í síðustu viku afhenti fulltrúi slysavarnarsveitarinnar Sveinunga Grunnskólanum fjögur endurskinsvesti handa yngstu nemendum skólans. Helga og nemendum vorskólans veittu þeim viðtöku úr hendi Helgu Bjargar sem, ásamt Steinunni, heimsótti okkur á þemadögum skólans. Þökkum við Sveinunga kærlega fyrir þessa gjöf, en hún mun koma að góðum notum þegar farið er í vettvangsferðir með yngstu nemendurna.  Hérna má sjá myndir frá afhendingunni.

Fundur áhugafólks um samfélagsþróun á Borgarfirði

Þriðjudaginn 28. maí er áhugafólk um framtíð Borgarfjarðar er boðað á fund í Álfheimum kl 20:30

Íbúðaskortur

Þrátt fyrir samdrátt undanfarinna ára og áratuga, þá eigum við bullandi möguleika hérna á Borgarfirði til að blása til sóknar í atvinnu- og byggðamálum, en eitt stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að það eru nær engar lausar íbúðir í boði á staðnum.

Miðnætursólin á Borgarfirði í nótt

Þetta stutta myndband var tekið í nótt með svokallaðri TimeLapse myndatöku. Myndvélin tekur ramma á 10 sekúnda fresti og útkoman er bara nokkuð flott.

Álfheimar opna nýja heimasíðu

Nú hefur ferðaþjónustan Álfheimar opnað nýja heimsíðu fyrir erlendan markað og unnið að annari vinnu í hönnun á kynningarefni. Á þessari nýju síðu er að finna upplýsingar um gistingu, þjónustu og þær náttúrutengdu upplifanir sem hægt er að kaupa hjá þessu vaxandi fyrirtæki.

Álfacafé hefur opnað

Sumarið er alveg að skella á og þá opnar Álfacafé að venju fyrst veitingastaða í þorpinu. Það er opið nú til að byrja með frá klukkan 10:00 - 18:00.