Fréttir

Jónas og Ómar í Fjarðarborg

Í hringferð sinni um landið komu þeir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson og héldu tónleika í Fjarðarborg. 

Dagatal 2013

Dagatal Grunnskólans 2013 er komið út. Áhugasamir geta nælt sér í eintak með því að hafa samband við Þráin á netfangið  thrainnslainn@simnet.is  og hann sendir ykkur það með hraði. Verð aðeins krónur 2500.-

Borgarfjörður eystri - einn af gæðaáfangastöðum Evrópu

Nú á dögunum var Borgarfirði eystri boðin aðild að evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

Álfaganga

Á föstudaginn s.l. var álfaganga ein mikil farin frá Grunnskólanum

Dagur íslenskrar tungu

Að venju héldum við upp á Dag íslenskrar tungu

Nýr símastrengur

Lagður var nýr símastrengur frá Gamla Jörfa og uppí Símstöð nú fyrr í mánuðinum. 

Álfakvöldvaka og Kjötkveðjuhátíð í Álfakaffi

Um síðustu helgi var haldin Álfakvöldvaka og hin árlega Kjötkveðjuhátíð í Álfakaffi.

Styrkir til menningarmála - Viðvera menningarfulltrúa á Borgarfirði

 Á milli 15 og 17 á fimmtudaginn 22. nóv verður Signý Omarsdóttir menningarfulltrúi með viðtalstíma á Hreppstofunni. Hægt verður að ræða við Signý um málefni Menningarráðsins og ræða við hana um möguleg verkefni til umsóknar.

Jónas ásamt Ómari Guðjóns með 21. tónleika ársins í Fjarðarborg

Jónas okkar Sigurðsson er svo sannarlega ekki búinn að gleyma okkur eftir sumarið og er væntanlegur í fjörðinn ásamt gítarleikaranum Ómari Guðjóns. Ómar var einn af gestum Jónasar í sumar og þóttu þeir tónleikar með þeim allra bestu í tónleikaröðinni.

Hallveig Karlsdóttir á Bikarmóti í Fitness

Fitness Bikarmóti IFBB fór fram um helgina í troðfullu Háskólabíói og þar áttum við Borgfirðingar glæsilegan þátttakanda sem var hún Hallveig Karlsdóttir, (Sveinssonar) og náði hún stórglæsilegum árangri á mótinu en hún hafnaði í 6. sæti í fitness kvenna á hennar öðru móti.