Fréttir

Dagskrá Álfaborgarsjens 2011

Það er ekkert lát á stuðinu hérna heima, en hér gefur að líta dagskrá Álfaborgarsjens 2011

Minningarathöfn - mínútu þögn

Sveitjastjóri, Oddviti, verkstjóri, starfsmenn áhaldahús og vinnuskólinn stóðu fyrir utan áhaldahúsið kl 10.00 í morgun  og minntust með mínútu þögn þeirra sem féllu í Ósló og útey á föstudaginn.

Bræðslan yfirstaðin - Sennilega besta hátíðin frá byrjun

Jæja, þá er lífið komið í eðlilegar skorður hérna í Borgarfirði eftir Bræðsluhelgina 2011. Það verður að segjast að þessi hátíð heppnaðist alveg einstaklega vel í nær alla staði þau auðvitað megi finna eitthvað sem má betur fara.

Fyrsti í upphitun fyrir Bræðslu

Minnum sérstaklega á tónleika Jóns Arngríms og Valla Skúla í Fjarðarborg í kvöld kl 20:30 þar sem þeir félagar halda upp á 20 ára afmæli Darara(m). Sjáumst hress í Fjarðarborg. 

Tvö ný hús á bökkunum.

Það er nóg að gera í framkvæmdum í firðinum þessa dagana eins og undanfarin misseri. Nú í síðustu viku bættust tvö hús við í þorpið og standa þau úti á bökkum, milli Bakkavegs 1 og Skálabergs. .

Sigurvegari Ljósmyndakeppni Bræðslunnar 2011

Eftir langa og stranga yfirlegu hefur dómnefnd Ljósmyndakeppni Bræðslunnar komist að niðurstöðu. Sigurvegarinn í ár er Ingunn Þorvarðardóttir og óskum við henni hjartanlega til hamingju með það. Fjölmargar myndir bárust en þessi þótti fanga vel stemmarann í fyrra, þegar Naglbítarnir fóru á kostum.

ÖLL DAGSKRÁIN TILKYNNT

Jæja, þá er nú farið að styttast í Bræðsluna og spennan orðin gífurleg í firðinum. Hljóðkerfið kom í dag en það sem er ennþá ánægjulegra er að veðurspáin er svo aldeilis búin að snúast okkur í hag og lítur þetta allt saman vel út. Hér er hægt að sjá alla dagskránna frá miðvikudegi til Sunnudags. Tónleikar í Álfacafé, Fjarðarborg og að sjálfsögðu í Bræðslunni. Að gefnu tilefni er það tekið fram að miði í Bræðsluna gildir ekki á "OFF VENUE" viðburði en miðaverði er þar stillt í hóf

Dagskráin í Fjarðarborg um Bræðsluhelgina

Jæja, þá er dagskráin í Fjarðarborg komin á hreint og er hún stórglæsileg. Tónleikar út í eitt og eitthvað fyrir alla. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að miðinn á Bræðsluna gildir ekki á þessa viðburði en miðaverði er stillt í hóf.

Hvalreki á fjörur Hofstrendinga

Hún er ekkert sérstaklega falleg sjónin sem blasir við manni rétt utan við ölduhamarinn, en þar hefur rekið að landi Búrhvalstarf. Hvalurinn sést vel ef maður labbar spölkorn frá veginum mitt á milli Kolbeinsfjöru og endurvarpsmastursins. 

PubQuiz í Fjarðarborg

Pubquis hjá Já Sæll Ehf Fjarðarborg á laugardagskvöld! Ásta Hlín Magnúsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir verða á spyrilsbuxunum og bera þar upp áleitnar spurningar um lífið og tilveruna. Skúli Sveinsson sem rekur Gistiheimilið Borg verður hinsvegar í sparibuxunum og afgreiðir bjór fram eftir nóttu. Upphitun hefst kl. 22:00 og keppnin um hálftíma síðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir