Fréttir

Jarðfræði Breiðuvíkur - Fyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 6. nóv kl 20:00 ætlar Erla Dóra Vogler kynna meistaraverkefni sitt í jarðfræði sem fólst í því kortleggja berggrunn Breiðuvíkur.

Grænfánagullkorn

Mengun og flutningar. Flutningar með skipum, vöruflutningabílum og flugvélum er stór mengunarvaldur. Það er því umhverfisvænna að kaupa frekar það sem ekki þarf að flytja langar leiðir. 

AdHd tónleikar í Fjarðarborg

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna um alvöru vetrartónleika í Fjarðarborg en þeir AdHd bræður eru væntanlegir til okkar laugardagskvöldið 25. október kl 21:00

Ný umhverfisnefnd

Í haust var kosið í nýja umhverfisnefnd í grunnskólanum hana skipa:

Fyrirlestur: Jarðfræði Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar

Núna á fimmtudaginn 16. október mun Jarðfræðingurinn og Borgarfjarðarvinurinn Lúðvík Eckardt Gústafsson flyta erindi í Fjarðarborg um Jarðfræði Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar kl 20:00 og er aðgangur ókeypis.

Aðalfundur Framfarafélags Borgarfjarðar

Aðalfundarboð Framfarafélag Borgarfjarðar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 30. október kl 19:30 á Álfheimum.

Samkaup hætt verslunarrekstri á Borgarfirði - Verslunin seld

Það voru heldur betur breytingar hérna um helgina þegar Samkaup seldi verslun sína og hætti þar með verslunarrekstri á Borgarfirði. Það voru hjónin Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem keyptu búðina og opnuðu hana nú í dag.

Gæðastund

Nemendur , kennarar, foreldrar og íbúar komu saman 2.október til að spila félagsvist. Góð mæting var og spilað á 5 borðum fyrir utan á nokkuð stóru borði fyrir yngstu nemendur.  Við snæddum dýrindis sveppasúpu og hrátt grænmeti að hætti Lilju og Kristjáns en nemendur í eldri deild bökuðu mjög gott fjölkorna brauð fyrir okkur fyrr um daginn. Nokkur verðlaun voru veitt fyrir spilamennskuna en þar fyrir utan voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hattinn en þetta kvöld var hattaþema. Takk fyrir samveruna öll sömul

Fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar

Ferðamálahópur Borgarfjarðar boðar til fundar á Álfheimum miðvikudaginn 8. október klukkan 20:00 Allir velkomnir og sérstaklega nýir félagar sem vilja starfa með okkur.

Íslenskir þjóðstígar - Víknaslóðir skilgreint sem eitt besta göngusvæði landsins

Á vef Ferðamálastofu kemur fram að út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar. Viðfangsefni þessa verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi en innan þess verða vinsælustu gönguleiðir landsins.