Fréttir

Uppskeruhátíð grunnskólans

 Uppskeruhátíð Grunnskólans 2017  verður haldin í skólanum miðvikudaginn 3. maí kl. 18:00  Að þessu sinni verður tekið fyrir hitt og þetta sem nemendur hafa unnið yfir veturinn.Dagskráin byrjar kl. 18:20 og að henni lokinni verður hægt að kaupa sér súpu og brauð á vegum foreldrafélagsins, verð kr. 1200 , frítt fyrir nemendur grunnskólans og börn 6 ára og yngri. Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar      

Tekið á móti lundanum

Lundadagurinn árlegi var haldinn í gær, sumardaginn fyrsta, þar sem tekið var formlega á móti lundanum og hann boðinn velkominn.

Lundadagurinn 2017

Lundinn er kominn í Hafnarhólmann og ætlum við að bjóða hann velkominn á morgun sumardaginn fyrsta klukkan 20.00.