Fréttir

Nýtt almenningssalerni

Borgarfjarðarhreppur keypti salernisgám núna í vor. Búið er að koma honum fyrir og tengja og er hann tilbúinn til notkunar.

Mikið um að vera í Fjarðarborg um helgina

Það verður mikið um að vera hjá þeim félögum í Já Sæll um helgina. Á föstudaginn eru það tónleikar með Óskari Péturssyni frá Álftagerði og Magna frá Brekkubæ, og á laugardaginn er jólahlaðborð, með jólamat og jólaþema.

Nú verður glaumur og gaman - Ókeypis tónleikar

Ókeypis tónleikar í Fjarðarborg í kvöld sunnudaginn 22. júní. Þau Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir og Tóm­as Jóns­son halda tónleika í Fjarðarborg í kvöld kl. 20:30. Ása Berglind er Borgfirðingum að góðu kunn en hún er forvígismaður Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem kom fram í Fjarðarborg með Jónasi Sigurðssyni í fyrra sumar.

Hæ hó jibbí jei

Ungmennafélag Borgarfjarðar efnir til hátíðahalda Í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Hvað er Bræðslan fyrir þér?

Föstudaginn 27.júní verður heimildarmynd um tónlistarhátíðina Bræðsluna eftir Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur sýnd í Félagsheimilinu Fjarðarborg, Borgarfirði eystra.

Ragheiður Gröndal og Pálmi Gunnars í Fjarðarborg á föstudaginn

Tónleikasumarið heldur áfram og næstu gestir okkar Fjarðarborg eru þau Ragnheiður Gröndal og Pálmi Gunnarsson.

Framlenging á umsóknarfresti

Kennarastaða laus hjá okkur í Grunnskólanum

Metafli hjá Glettingi NS 100 í síðustu viku

Það voru hörku tveir róðrar hjá Kára Borgari og áhöfn á Glettingi NS-100 í síðustu viku, en á rúmum sólarhring komu þau í land með um 20 tonn.

Tónleikadagskrá sumarsins í Fjarðarborg tilkynnt

Strákarnir í Fjarðarborg eru stórhuga í sumar og ætla að bjóða upp á frábæra tónleikadagskrá allar helgar í júní og júlí, og auðvitað dagana fyrir Bræðslu eins og undanfarin ár. Landsþekktir listamenn koma í heimsókn og okkur hérna heima gefst tækifæri á að kaupa miða á þetta allt saman og tryggja okkur þannig miða á alla viðburðina, en oft hefur verið uppselt á þessa viðburði og þá sérstaklega í Bræðsluvikunni.

Bjartmar í Fjarðarborg - Barsvar - Matarhlaðborð

Við félagar hjá Já Sæll erum að opna um helgina og efnum til tónleika með snillingnum honum Bjartmari Guðlaugssyni.