Fréttir

Flugeldasala Sveinunga

Flugeldasalan á Heiðinni verður opin á laugardaginn 29. des frá kl 17 - 20, á sunnudaginn 30.des frá kl. 11 - 13 og 18 - 22, og á mánudaginn 31.des kl. 11 - 13 og 15 - 16.

Musteri SPA er opið yfir jólin

Þeir sem hafa áhuga á að komast í pott og gufu yfir jólin og lappa aðeins upp á skrokkinn eftir átök undanfarinna daga geta haft samband við Kristjönu sem fer með lyklavöld.

Framtíð Fjarðarborgar

UMFB boðar til almenns félagsfundar í Fjarðarborg sunnudaginn 30. desember kl. 16:00.

Jólaball Borgfirðinga í Reykjavík

Auglýsing frá Borgfirðingafélaginu

Jónas okkar fær afhent jólakort frá Borgfirðingum

Það er nokkuð ljóst að Borgfirðingar eru Jónasi Sigurðssyni mjög þakklátir fyrir hans framlag til menningarlífs á staðnum á árinu, en Jónas hélt um 20 tónleika og spilaði fyrir vel á fimmta þúsund manns og átti stóran þátt í frábæru tónlistarsumri hér á staðnum.

Jólakveðjur til Borgfirðinga

Hér koma jólakveðjurnar sem okkur bárust til birtingar á síðunni. Gleðileg jól!

Litlu jólin

Kæru Borgfirðingar Við minnum á Litlu jól Grunnskólans á fimmtudaginn. Dagskráin hefst í Fjarðarborg  kl. 18:00.  Þar munu nemendur bjóða upp á skemmtun með jólaívafi.     Að lokinni sýningu nemenda, verður dansað í kringum jólatréð og hver veit nema sveinar í rauðum fötum með skotthúfu á höfði, leggi leið sína til okkar. Eftir skemmtun verður  boðið upp á kræsingar í boði foreldrafélagsins. Veitingar kr. 700,-.  Frítt fyrir nemendur grunnskólans og börn á leikskólaaldri. Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta. Starfsfólk,  nemendur, foreldrar og velunnarar Grunnskóla Borgarfjarðar eystri

Vetrarkyrrð á Borgarfirði

Veturinn getur verið alveg jafn dásamlegur og sumarið á Borgarfirði. Myndbandið sem hér fylgir var tekið á bryggjuendanum nó fyrir nokkrum dögum.

Brunavarnir og æfing

Í síðustu víku kom Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri

Viltu senda jólakveðju til Borgfirðinga á síðunni?

Við hjá borgarfjordureystri.is ætlum að gefa öllum kost á að senda inn jólakveðju og verða þær birtar á aðfangadag hérna á síðunni.