Fréttir

Breyttir tímar á Borgarfirði eystra - Lokaverkefni Elsu Katrínar frá ME

Í vor vann Elsa Katrín Ólafsdóttir (dóttir Rúnudóru og Óla Hall) skemmtilegt lokaverkefni frá Menntaskólann á Egilsstöðum sem ber nafnið "Breyttir tímar á Borgarfirði eystra"

Grænfánagullkorn

Sjálfbær þróun ! Hvað er nú það. 

Tónlist fyrir alla - Skuggamyndir frá Býsans

Foreldrar og forráðamenn grunn-og leikskólabarna boðnir sérstaklega velkomnir ásamt gestum. Dagskráin hefst kl. 8:15 þriðjudaginn 8. september.

Félagsvist

Næst komandi fimmtudag verður spiluð félagsvist í skólanum frá klukkan 17:00-20:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Súpa og brauð 700 krónur. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda. Þessi viðburður telst sem skóladagur nemenda.

Gönguferð í Loðmundarfjörð

Eftir sundviku fóru nemendur í gönguferð frá Húsavíkurskála til Loðmundarfjarðar. Í Loðmundafirði fylgdum við stíg niður Hryggjabrekkur, niður að ósnum og upp með Fjarðaránni að varpinu í Sævarenda. Þar skoðuðum við listilega gerð kolluhreiður en því næst var gengið í skála Ferðafélagsins. Nemendur unnu ýmiss verkefni bæði á leiðinni og þegar komið var í skálann, en ljúfur dagur lauk með kvöldvöku og húslestri. Daginn eftir flýttum við okkur heim sem mest við máttum þar sem að úrhellisrigning var komin í Nesháls upp úr hádegi. Já enginn er verri þótt hann vökni :) Myndir/pictures  frá ferðinni.

Tónlist fyrir alla - Skuggamyndir frá Býsans

Í Grunnskóla Borgarfjarðar kl. 8:15. Foreldrar/forráðamenn ásamt gestum boðnir sérstaklega velkomnir til okkar að njóta tónlistar.