Fréttir

Varðliðar umhverfisins 2016

Varðliðar umhverfisins, það erum við! Á Degi umhverfisins 25.apríl skrapp hann Bóas okkar suður til Reykjavíkur til að taka á móti viðurkenningu fyrir hönd allra nemenda skólans en nemendur okkar hafa verið útnefnd Varðliðar umhverfisins 2016 af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Náttúruskóla Reykjavíkur og Landvernd.  Þennan heiður hljóta krakkarnir okkar fyrir ljósmyndaverkefni sem þau hófu í gönguferðinni til Loðmundarfjarðar í haust og unnu svo áfram í umhverfismenntunartímum. Verkefnið var sent inn í þessa verkefnasamkeppni sem er á landsvísu en keppnin hefur það að markmiði að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfismálum og vekja sýn ungs fólks á þau.  Sjá nánar hér: http://www.ruv.is/frett/vidurkenningar-afhentar-a-degi-umhverfisins

Tekið á móti Lundanum

Sumardaginn fyrsta 21. apríl ætla Borgfirðingar að fagna komu lundans með móttöku við Hafnarhólma kl. 20.

Íbúafundur

Íbúafundur í Fjarðarborg 25. apríl kl. 17:00

Bekkjarkvöld 10. bekkjar

Á fimmtudagskvöld var bekkjarkvöld hjá 10. bekk

Vorskóli

Vorskóli elstu nemenda á leikskólanum hófst í dag en þau munu verja fimm dögum með nemendum yngri deildar grunnskólans nú fram á vorið til að aðlagast grunnskólastarfinu. Aðlögunin á sér reyndar stað allt skólaárið því samstarf á milli skólastiganna er mikið hér á Borgarfirði..... en það er aðeins öðruvísi að vera boðin velkomin í heimastofuna, fá eigið borð og skólaverkefni, svo ekki sé talað um að leika við eldri nemendur í frímínútum og sitja með þeim til borðs í matartímanum. Nemendur grunnskólans skiptast á að vera skólavinir gestanna og það þýðir að þau eldri fá það mikilvæga hlutverk að hjálpa til ef á þarf að halda og vera sérstaklega góður vinur þeirra í frímínútum.

Íbúafundur

Borgarfjarðarhreppur auglýsir

Búðarleikur

Elstu börnin á leikskólanum eru markvist og ómarkvist að fást við stærðfræði