Fréttir

Jólastúss

Hér í skólanum höfum við verið að jólastússast

Ljósaganga á aðventu.

Miðvikudaginn 17. desember var fallegt og gott veður í fagra firðinum okkar.

Litlu-jól

Nú er tæp vika til litlu-jólanna í skólanum og ýmislegt sem er framundan. Þrátt fyrir ofankomu og smávegis vind í kortunum stefnum við á að halda okkar striki. Spáin lítur ekki  illa út með morgni (þriðjudag), þrátt fyrir að sumir nemendur gætu orðið eitthvað seinir vegna ófærðar. Ef skólafall verður mun verða hringt í foreldra um klukkan 7:30. Restin af vikunni lítur bærilega út hvað veður snertir.  

Skólfall mánudaginn 15.desember

Vegna vonskuveðurs og ófærðar fellur allt skólahald niður í grunn- og  leikskólanum í dag mánudaginn 15.12.2014.   Nú er úti norðanvindur, nú er hvítur Dyrfjallstindur, ef ég ætti úti kindur, myndi ég setja þær allar inn, elsku besti vinur minn.   ……………… og það eru ekki bara kindurnar sem gott er að hafa inni í dag. Við hittumst sennilega öll hress og kát í skólanum á morgun ..... og þá verður ýmislegt æft! 

Laust starf

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennara  Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum eru nú 16 nemendur í 2.-9. bekk.  Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu. Við erum m.a. Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf og sveigjanlega kennsluhætti.  

Þúsund tonn

Á miðvikudaginn var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári.

Geggjað lífverubúr

Í morgun barst okkur gjöf frá tveimur feðrum í foreldrahópnum þegar Helgi Hlynur kom með unga gaddaskötu, kuðungakrabba og fleiri lífverur í plastkassa, lifverur sem hann og Jón Sigmar höfðu dregið úr sjónum í gær til að sýna okkur. 

Hreinsun hunda og katta

Hunda- og kattaeigendur athugið!

Heimsóknir í söng- og samskiptatímum

Eins og mörgum er kunnugt um eru tímar á stundaskrá hjá okkur sem kallast söngur og samskipti. Tvisvar (eldri deild)  eða þrisvar (miðstig og yngsta) í viku í þessum tímum koma nemendur saman í miðrýminu meðal annars til að syngja en einnig til að þjálfa samskiptafærnina. Á miðvikudögum eru tímarnir skipulagðir þannig að til okkar koma gestir. Til dæmis er á dagskrá í vetur að bjóða foreldrum í heimsókn til að segja frá skólgöngu sinni og minnisstæðum atburðum úr æskunni en einnig fáum við til okkar aðra gesti.

Á slóðum álfa og huldufólks

Í gær fórum við á leikskólanum niður að Álfaborg í leit að álfastrákum og stelpum til að leika við.