Fréttir

Þjóðleikur í eldri deild

Nemendur í eldri deild skólans eru um þessar mundir að undirbúa sig fyrir Þjóðleik. Þau hafa ákveðið að sýna verk sem heitir Hlauptu – týnstu eftir Berg Ebba og hafa undanfarnar vikur verið að aðlaga verkið að stærð hópsins og útfæra sviðsmynd og búninga. Leikritið verður sýnt á árshátíð skólans 21.mars og svo verður Þjóðleikshátíðin haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í apríl.  

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - 8.5 miljónir fengust á Borgarfjarðarsvæðið

Það er gleðidagur í ferðaþjónustunni í dag á Borgarfirði en 8.5 miljónir fengust úthlutaðar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í 3 mismunandi verkefni á Borgarfjarðarsvæðinu.

Kynning á gönguferðum á Víknaslóðum í Reykjavík

Næstkomandi fimmtudag, 26. febrúar kl 20:00 verður opið kynningarkvöld hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 þar sem m.a. verður myndasýning frá Víknaslóðum og Borgarfirði eystri.

Diskurinn Álfheimar kominn á netið fyrir ykkur til að njóta

Fyrir um 10 árum síðan stóð Kjarvalsstofa fyrir verkefni sem fólst í því að taka nokkrar þekktar álfa og vættasögur úr sveitarfélaginu og gefa þær leiklesnar út á geisladisk. Diskurinn er núna kominn á netið fyrir ykkur til að njóta hvar og hvenær sem er.

Starfsmaður óskast :)

 Starfsmaður óskast til starfa við skólann. Starfið felst í að sinna frístundarstarfi með börnum í yngri deild skólans og aðstoða í leikskóla á tímabilinu 7.apríl – 27.maí 2015. Tímafjöldinn er 6-8 stundir á viku og dreifast þær yfir vikuna. Einnig vantar okkur afleysingu í leikskólann í sumar og sama manneskjan gæti ef til vill tekið þetta að sér.

Dagur leikskólans

Föstudaginn 6. feb. var dagur leikskólans.