Fréttir

Styrkur úr Sprotasjóði

Það er gaman að segja frá því að skólinn fékk á dögunum umtalsverða upphæð í styrk til að efla fjölbreytta kennsluhætti í skólanum og mun sá styrkur nýtast okkur vel, ekki síst nemendum. Styrkurinn er úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en markmið sjóðsins í ár var að styrkja sérstaklega verkefni sem miðuðu að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi útfrá styrkleikum þeirra og áhugasviði, efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum og auka fjölmenningarlegt skólastarf. Okkar verkefni heitir: Fjölbreyttir kennsluhættir, og miðar að því að auka fjölbreytt og fagleg vinnubrögð, efla ábyrgð og styrkleika nemenda í náminu ásamt því að bæta aðbúnað og úrræði okkar til kennslu. Það er mjög ánægjulegt að við séum í hópi þeirra þriggja skóla á Austurlandi sem fengu styrk. Vinir okkar á Brúarási fengu einnig styrk sem og Nesskóli en alls fengu 27 grunnskólar styrk á öllu landinu. 172 umsóknir bárust sjóðnum og fengu 45 verkefni úthlutun. Við erum því afskaplega ánægð, stolt og þakklát. Sem hluti af okkar verkefni munu kennararnir kynna sér fjölbreyttar kennsluaðferðir, meðal annars ætlum við í heimsókn í skólana á Þórshöfn á Langanesi og Bakkafirði í þeim tilgangi.  Á myndinni sjást nemendur á yngra- og miðstigi búa til "eldgos" sem rennur úr eldfjöllunum sem þau gerðu í verkefni sem samætti nánast allar námsgreinar á meðan á því stóð.  

Aldís Fjóla og hljómsveitin Borgfjörð með lag í spilun

Borgfjörð varð til á vormánuðum 2014 og er því að verða eins árs á næstunni. Hún hefur komið víða fram og  hefur meðal annars haldið tónleika á Café Rósenberg og í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra. Borgfjörð var einnig fyrsta band á svið á Bræðslunni síðasta sumar.

Fundur um orkumál í Fjarðarborg 22. apríl kl. 1600

Sigurður Friðleifsson og Benedikt Guðmundsson frá Orkusetri á Akureyri  ræða bætta orkunýtingu, einangrun, varmadælur, hitastýringar og orkuverð.

Krakkarnir okkar í Þjóðleik

Lokahátíð Þjóðleiks á Austurlandi verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um helgina, 17.-18.apríl.  Alls verða 18 sýningar sýndar en 9 hópar á Austurlandi taka þátt að þessu sinni.

Starfsfólk í skólann

Við auglýsum eftir að ráða frá næsta skólaári (1. ágúst 2015) · Kennara sem getur tekið að sér þá tíma sem áætlaðir eru í sérkennslu í íslensku á öllum stigum. · Kennara sem getur tekið að sér kennslu í stærðfræði á elsta stigi, en á öllum stigum: verkgreinar, raungreinar, listgreinar, skólaíþróttir (ekki sund), pólsku og valgreinar. · Umsjónarkennara á yngra- og miðstigi sem kennir fjölmargar kennslugreinar, bóklegar og verklegar á því stigi. · Leikskólakennara vantar í hlutastarf á leikskóladeildina vegna fjölgunar barna á deildinniUm er að ræða samtals tvær og hálfa stöðu við grunnskólann.