Fréttir

Flugmyndir frá Borgarfirði og Víkum

Á undirvefinn "Borgarfjörður" hefur verið dælt inn slatta af flugmyndum frá Borgarfirði og Víkum og geta nú allir sem áhuga hafa rúllað þar í gegn og skoðað landið okkar úr lofti.

Þorrablót

Í gær var þorrablót Grunnskólans haldið

Blíðan í dag

Á meðan fjölmiðlar höfuðborgarsvæðisins fjalla ekki um annað en ófærð, vetrarhörkur og önnur ömurlegheit, þá spókum við okkur hérna í 720 í dásemdarveðri. Sólin hækkar nú á lofti sérhvern dag og myndar einstaklega fallega birtu með stórum skuggum þar sem hún lúrir rétt yfir innfjöllunum.

Skipulagðar ferðir á Víknaslóðum sumarið 2012

Þá er komið inn á vefinn ferðaplan allra ferðaþjónustuaðila fyrir sumarið 2012 og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Gönguferðir á Víknaslóðum hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur aðstaða fyrir ferðamenn tekið miklum breytingum hér á Borgarfirði á undanförnum árum til batnaðar.

Úthlutun byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 1182/2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012

Veðurstöð í þorpinu

Það er búið að setja upp óopinbera veðurstöð hérna í þorpinu við Sætún

Viltu gerast skálavörður á Víkum sumarið 2012?

Ákveðið hefur verið að lengja viðveru skálavarða í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði um eina viku fram á haustið og í Loðmundarfirði eina viku fyrr í júní. 

Nýtt símanúmer

Leikskóladeildin hefur fengið nýtt símanúmer: 859-9983 en þar svarar Helena frá kl. 10:00 til 16:00. Utan þess tíma er hægt að hringja í númer grunnskólans 472-9938.

Þá er þakið farið

Nú er alveg helvítis rok hérna í firðinum og varla stætt í SV hviðunum sem koma æðandi frá Dyrfjöllunum og í tilefni þess þá virðist þakið á frystihúsinu vera að kveðja okkur.

Skráning á blót

Þorrablót Borgfirðinga 2012 verður haldið í Fjarðarborg, laugardaginn 21. janúar