Fréttir

Myndatökulið frá Discovery channel á Borgarfirði

Nú á föstudaginn komu til fjarðarins tvær ungar breskar konur á vegum hinnar virtu sjónvarpsstöðvar Discovery channel til þess að taka upp myndefni af lundanum út í höfn.

Bláfáninn kominn út í höfn

Nú í síðastliðinni viku var bláfáninn dreginn að húni við Smábátahöfnina, en þetta er 8 sumarið sem höfnin fær þessa umhverfisvottun.

Gamla frystihúsið tekur miklum breytingum

Nú er allt á fullu niðri í gamla frystihúsinu en þar er að fara að opna gistiheimið Blábjörg á næstu dögum. Herbergin eru að verða tilbúin að verið er að vinna í að skipta um glugga og klæða húsið.

Opnun steinasafns í gamla pósthúsinu

Nú á sunnudaginn verður opnað glæsilegt steinasafn í gamla pósthúsinu á Borgarfirði þar sem Ævintýraland er nú til húsa. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarna daga að koma safninu upp og er nú verið að leggja lokahöndina á verkið

Það styttist í Bræðsluna

Það styttist í Bræðsluna og því viljum við hita upp með þessu skemmtilega myndbandi með Óskarsverðlaunahafanum Glen Hansard sem er að koma til okkar

Skólaslit og útskrift Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóla Borgarfjarðar var slitið 26. maí síðastliðinn að viðstöddum nemendum, foreldrum og kennurum.

Á Víknaslóðum, göngudagar á Borgarfirði. Örlítið breytt dagskrá

Þá er farið að styttast í göngudagana sem við ætlum að vera með hérna á Borgarfirði um næstu helgi. Veðurguðirnir hafa ekki verið okkur sérstaklega hliðhollir, en óvenjumikill snjór er í firðinum eftir hretið núna um daginn. Því hefur planinu verið örlítið breytt.

Opið á barnum, sjómannadagur og guðsþjónusta um helgina

Þá er að koma helgi og sumarið loksins farið að láta sjá sig og hefur verið bongóblíða hérna í firðinum í dag.

Gönguhelgin afstaðin. Gestinum kærlega þakkað fyrir komuna

Jæja, þá er gönguhelgin afstaðin og ekki hægt að segja að hún hafi tekist sérstaklega vel en fréttasíðan vill samt þakka gestinum, Stefáni Boga Sveinssyni kærlega fyrir komuna. Veður hefur bara einfaldlega verið með eindæmum leiðinlegt og eflaust margir hætt við bara út af veðurspánni.