Fréttir

Tillaga að deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Gengið með Wildboys á Dyrfjöll á laugardaginn

Afmælisganga í tilefni þess að haustið 2012 voru 60 ár liðin frá því að Borgfirðingarnir Jón Sigurðsson og Sigmar Ingvarsson gengu á hæsta tind Dyrfjalla, 1136 m. Ferðin féll niður í fyrra vegna slæms tíðarfars. Lagt verður af stað laugardaginn 10. ágúst, kl. 8 frá gamla tjaldstæðinu á Egilsstöðum og kl. 9:30 frá Jökulsá.

Framfarafélag Borgarfjarðar - Gerumst stofnaðilar!

Hið nýstofnaða Framfarafélag Borgarfjarðar - til móts við nýjan dag, er komið með undirsíðu hér á vefnum sem má sjá hér. Hægt er að gerast stofnaðili að félaginu fram til 15. ágúst með því að senda nafn og kennitölu á framfarafelag.bgf@gmail.com, og er árgjaldið að félaginu 3000.- kr. sem rennur til starfsemi félagsins.