Fréttir

Mikið um að vera í Fjarðarborg um helgina

Það verður mikið um að vera hjá þeim félögum í Já Sæll um helgina. Á föstudaginn eru það tónleikar með Óskari Péturssyni frá Álftagerði og Magna frá Brekkubæ, og á laugardaginn er jólahlaðborð, með jólamat og jólaþema.

Ný íbúð afhent á Borgarfirði

Í dag fengu Sigga Óla og fjölskylda afhenta nýja íbúð í gamla frystihúsinu, en þetta er í fyrsta sinn í ótal ár sem ný íbúð er afhent hérna í firðinum.