Fréttir

Fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar

Næstkomandi fimmtdagskvöld, 29 október verður almennur fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar á Álfheimum kl 19:30. Allir þeir sem láta sig ferðaþjónustuna í firðinum varða eru hjartanlega velkomnir.

Arkítektasamkeppni um þjónustubyggingu við bátahönina

Til stóð að afhenda verðlaun í samkeppninni og kynna tillögurnar föstudaginn 16. október. Auglýsing um þetta er í Dagskránni. Af óviðráðanlegum ástæðum frestast þetta um viku og verður föstudaginn 23. október kl. 14.00 í Vinaminni. Tíu tilögur bárust og verða allar sýndar við verðlaunaafhendinguna og helgina á eftir. Borgfirðingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta þann 23. október.

Heimsókn 5 ára barna á Hádegishöfða

Um miðjan september fóru 5 ára nemendur leikskólans í heimsókn á leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ. Við gerðum góða ferð þar sem við hittum vini okkar og lékum okkur saman part úr degi. Ferðina enduðum við síðan með því að fá okkur stóran ís í sjoppunni. Við þökkum öllum, bæði nemendum og starfsfólki, á Hádegishöfða kærlega fyrir móttökurnar og vonum að við getum endurgoldið þeim þetta síðar. Margt annað höfum við líka brallað í september eins og að fara á hestbak, safna jurtum, og leika okkur úti í góðaveðrinu. Hér má sjá myndir/pictures.

Breyttir tímar á Borgarfirði eystra - Lokaverkefni Elsu Katrínar frá ME

Í vor vann Elsa Katrín Ólafsdóttir (dóttir Rúnudóru og Óla Hall) skemmtilegt lokaverkefni frá Menntaskólann á Egilsstöðum sem ber nafnið "Breyttir tímar á Borgarfirði eystra"

Grænfánagullkorn

Sjálfbær þróun ! Hvað er nú það. 

Tónlist fyrir alla - Skuggamyndir frá Býsans

Foreldrar og forráðamenn grunn-og leikskólabarna boðnir sérstaklega velkomnir ásamt gestum. Dagskráin hefst kl. 8:15 þriðjudaginn 8. september.

Félagsvist

Næst komandi fimmtudag verður spiluð félagsvist í skólanum frá klukkan 17:00-20:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Súpa og brauð 700 krónur. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda. Þessi viðburður telst sem skóladagur nemenda.

Gönguferð í Loðmundarfjörð

Eftir sundviku fóru nemendur í gönguferð frá Húsavíkurskála til Loðmundarfjarðar. Í Loðmundafirði fylgdum við stíg niður Hryggjabrekkur, niður að ósnum og upp með Fjarðaránni að varpinu í Sævarenda. Þar skoðuðum við listilega gerð kolluhreiður en því næst var gengið í skála Ferðafélagsins. Nemendur unnu ýmiss verkefni bæði á leiðinni og þegar komið var í skálann, en ljúfur dagur lauk með kvöldvöku og húslestri. Daginn eftir flýttum við okkur heim sem mest við máttum þar sem að úrhellisrigning var komin í Nesháls upp úr hádegi. Já enginn er verri þótt hann vökni :) Myndir/pictures  frá ferðinni.

Enginn titill

Framfarafélag Borgarfjarðar boðar til undirbúningsfundar að stofnun byggingafélags á Borgarfirði og verður hann haldinn í Vinaminni mánudagskvöldið 31. ágúst kl 20:30.

Tónleikum Valgeirs í Loðmundarfirði frestað um óákveðinn tíma

Okkur þykir leitt að tilkynna að við höfum ákveðið að fresta tónleikum Valgeirs Guðjónssonar í Loðmundarfirði um óákveðinn tíma