Fréttir

Fundur um orkumál í Fjarðarborg 22. apríl kl. 1600

Sigurður Friðleifsson og Benedikt Guðmundsson frá Orkusetri á Akureyri  ræða bætta orkunýtingu, einangrun, varmadælur, hitastýringar og orkuverð.

Krakkarnir okkar í Þjóðleik

Lokahátíð Þjóðleiks á Austurlandi verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um helgina, 17.-18.apríl.  Alls verða 18 sýningar sýndar en 9 hópar á Austurlandi taka þátt að þessu sinni.

Starfsfólk í skólann

Við auglýsum eftir að ráða frá næsta skólaári (1. ágúst 2015) · Kennara sem getur tekið að sér þá tíma sem áætlaðir eru í sérkennslu í íslensku á öllum stigum. · Kennara sem getur tekið að sér kennslu í stærðfræði á elsta stigi, en á öllum stigum: verkgreinar, raungreinar, listgreinar, skólaíþróttir (ekki sund), pólsku og valgreinar. · Umsjónarkennara á yngra- og miðstigi sem kennir fjölmargar kennslugreinar, bóklegar og verklegar á því stigi. · Leikskólakennara vantar í hlutastarf á leikskóladeildina vegna fjölgunar barna á deildinniUm er að ræða samtals tvær og hálfa stöðu við grunnskólann.

Myndir frá árshátíðinni

Við höfum verið óskaplega upptekin við alls konar skemmtilegt að undanförnu. Árshátíðina héldum við með pompi og prakt laugardaginn 21.mars og þótti hún afar vel heppnuð. 

720° Listaverksmiðja

Þessa dagana, 19. 29. mars stendur yfir á Borgarfirði eystri verkefni sem ber nafnið 720° - Listaverksmiðja. Að verkefninu standa fyrirtækið Já Sæll ehf og tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.

Árshátíð

Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar eystra Árshátíð skólans verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 21. mars kl. 14.00.

Miðasalan á Bræðsluna er að hefast innan skamms

Þá er Bræðslan búin að tilkynna þá listamenn sem koma fram í ár og er dagskráin glæsilega að vanda. Miðasalan hefst innan skamms og því að vissara að vera tilbúin því miðarnir munu eflaust rjúka út líkt og undanfarin ár.

Leiksýning í Fjarðarborg um helgina

Núna laugardaginn 14. mars kl 16:00 sýnir Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum leikritið Klaufar og Kóngsdætur í Fjarðarborg.

Litir og ís

Þessa dagana erum við á leikskólanum að vinna með litina og vatnið.

Myndasyrpur frá byggingu gönguskálanna á Víkum og í Loðmundarfirði.

Inn á facebooksíðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er búið að setja inn myndir frá byggingarsögu allra skálanna á Víknaslóðum. Það er Þórhallur Þorsteinsson fósturfaðir skálanna sem tók flestar myndirnar og sýna þær á skemmtilegan hátt það mikla starf sem Héraðsmenn og Borgfirðingar hafa í sameiningu unnið á svæðinu.