Fréttir og tilkynningar

Grænfánagullkorn

Síðustu tvær vikur höfum við verið í heimilisfræði og umhverfisment að vinna með og fjalla um matarsóun.

Lestur er bestur

Nemendur skólans hafa verið duglegir að lesa í vetur. Daglega er yndislestrarstund hjá öllum nemendum og lesið er við hvert tækifæri.  Þegar nemandi lýkur við bók skráir hann upplýsingar um bókina og höfundinn á litla mynd af uglu. Þegar þetta er skrifað hafa duglegu lestrarhestarnir lesið í frjálslestrarbókum og heimalesti  yfir 100 bækur. Þá eru ekki taldar með allar fagbækunur sem lesnar eru í skólanum og heldur ekki þær bækur sem nemendur í yngri deild lesa fyrir leikskólabörnin í viku hverri.  Líkt og undanfarin ár munu nemendur skólans taka þátt í heimatilbúinni lestraráskorun nú í janúar. Hefst áskorunin 18. janúar og stendur til 5.febrúar.

Tónlist í leikskóla

Í vetur hafa nemendur leikskólans sótt tónlistartíma 

ATH! Tombólu frestað til morguns!

Tombólan og önnur fjáröflun sem vera átti í dag í grunnskólanum frestast til morguns, vegna veðurs. Viðburðurinn verður því kl. 17:30 á morgun, fimmtudag 3. desember.Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk grunnskólans

Hátíð í skólanum

Á Degi íslenskrar tungu var mikið um dýrðir í skólanum, opið hús var í skólanum. Margir gestir og margt að gerast.  

Sögustund hjá 3. - 5 bekk

Á fimmtudögum er bókadagur á leikskólanum.

Heimsókn 5 ára barna á Hádegishöfða

Um miðjan september fóru 5 ára nemendur leikskólans í heimsókn á leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ. Við gerðum góða ferð þar sem við hittum vini okkar og lékum okkur saman part úr degi. Ferðina enduðum við síðan með því að fá okkur stóran ís í sjoppunni. Við þökkum öllum, bæði nemendum og starfsfólki, á Hádegishöfða kærlega fyrir móttökurnar og vonum að við getum endurgoldið þeim þetta síðar. Margt annað höfum við líka brallað í september eins og að fara á hestbak, safna jurtum, og leika okkur úti í góðaveðrinu. Hér má sjá myndir/pictures.

Grænfánagullkorn

Sjálfbær þróun ! Hvað er nú það. 

Gönguferð í Loðmundarfjörð

Eftir sundviku fóru nemendur í gönguferð frá Húsavíkurskála til Loðmundarfjarðar. Í Loðmundafirði fylgdum við stíg niður Hryggjabrekkur, niður að ósnum og upp með Fjarðaránni að varpinu í Sævarenda. Þar skoðuðum við listilega gerð kolluhreiður en því næst var gengið í skála Ferðafélagsins. Nemendur unnu ýmiss verkefni bæði á leiðinni og þegar komið var í skálann, en ljúfur dagur lauk með kvöldvöku og húslestri. Daginn eftir flýttum við okkur heim sem mest við máttum þar sem að úrhellisrigning var komin í Nesháls upp úr hádegi. Já enginn er verri þótt hann vökni :) Myndir/pictures  frá ferðinni.

Skólahald í blíðviðri

Þau hafa verið heppin með veður krakkarnir í Grunnskólanum þessa fyrstu daga skólaársins. Þessa vikuna fara þau daglega á námskeið hjá Ásgrími Inga í sundlauginni á Egilsstöðum. Aðstaða í lauginni er öll til fyrirmyndar og ljúft að taka sundtökin í lauginni. Skólinn fær einnig leyfi til að nýta Félagsmiðstöðina Ný-ung í hléi á milli æfinga, til að nemendur megi matast og hvíla sig. Ekki nóg með að þau séu mætt til leiks í lauginni því á mánudag sóttu nemendur sér bækur á Héraðsbókasafnið en í vetur ætla þau að lesa fjölbreyttar bækur sér til ánægju og yndisauka.