Fréttir og tilkynningar

Sumarfjör á leikskólanum

Þá er sumarið að renna sitt skeið og haustið heilsar okkur.

Fjölbreytileikinn í maí

Við lok skólaársins 2014-2015 var okkur í skólanum ljóst að við höfðum fengið veglegan styrk frá Sprotasjóði til að efla fjölbreytta kennsluhætti í grunnskólanum og um leið gera nemendur sjálfstæðari og ábyrgari námsmenn. Það er því ekki úr vegi í lok þessa skólaárs að segja frá því hvernig styrkurinn nýttist okkur og hvað við höfum fengist við á skólaárinu.

Skólaslit og útskrift

Í gær voru skólaslit og útskrift hjá okkur

Betri Borgarfjörður

Í haust settu nemendur niður á blað hugmyndir af verkefnum sem þau vildu vinna í umhverfismenntartímum í vetur.

Opið hús

Föstudaginn 20. maí verður opið hús í skólanum klukkan 11:00 en þá ætla nemendur að kynna viðfangsefni þau sem þau hafa unnið að nú í valvikunni. Nemendur yngri deildar hafa unnið að verkefni með svokallaðri leitarnámsaðferð en þá byrja nemendur á að spyrja spurningar sem þau vilja finna svar við. Þar sem að þetta er valvika réðu nemendur alfarið viðfangsefnum sínum. Því næst koma nemendur með tilgátu að svari og ákveða með hvaða hætti þeir kynna sér málið og í lok vikunnar kynna allir niðurstöður sínar. Þessi aðferð hvetur börn til vísindalegrar nálgunar og er ætlað að auka ábyrgð þeirra á eigin námi ásamt því að efla nemendalýðræði við skólann.Nemendur eldri deildar hafa einnig unnið að sjálfvöldum verkefnum þessa vikuna í samræmi við áhuga sinn.  Kaffi á könnunni, allir velkomnir

Ræðukeppni

Í dag var efnt til ræðukeppni í söng og samskiptatíma. Nemendum var skipti í tvo hópa þar sem þeir mæltu með eða á móti Bræðslunni eftir atvikum. Þetta var skemmtilegt æfing þar sem rökfærsla, framsögn og tjáning var þjálfuð.  

Vor í Leikskólanum

Við á leikskólanum höfum aldeilis haft í mörgu að snúast 

Varðliðar umhverfisins 2016

Varðliðar umhverfisins, það erum við! Á Degi umhverfisins 25.apríl skrapp hann Bóas okkar suður til Reykjavíkur til að taka á móti viðurkenningu fyrir hönd allra nemenda skólans en nemendur okkar hafa verið útnefnd Varðliðar umhverfisins 2016 af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Náttúruskóla Reykjavíkur og Landvernd.  Þennan heiður hljóta krakkarnir okkar fyrir ljósmyndaverkefni sem þau hófu í gönguferðinni til Loðmundarfjarðar í haust og unnu svo áfram í umhverfismenntunartímum. Verkefnið var sent inn í þessa verkefnasamkeppni sem er á landsvísu en keppnin hefur það að markmiði að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfismálum og vekja sýn ungs fólks á þau.  Sjá nánar hér: http://www.ruv.is/frett/vidurkenningar-afhentar-a-degi-umhverfisins

Bekkjarkvöld 10. bekkjar

Á fimmtudagskvöld var bekkjarkvöld hjá 10. bekk

Vorskóli

Vorskóli elstu nemenda á leikskólanum hófst í dag en þau munu verja fimm dögum með nemendum yngri deildar grunnskólans nú fram á vorið til að aðlagast grunnskólastarfinu. Aðlögunin á sér reyndar stað allt skólaárið því samstarf á milli skólastiganna er mikið hér á Borgarfirði..... en það er aðeins öðruvísi að vera boðin velkomin í heimastofuna, fá eigið borð og skólaverkefni, svo ekki sé talað um að leika við eldri nemendur í frímínútum og sitja með þeim til borðs í matartímanum. Nemendur grunnskólans skiptast á að vera skólavinir gestanna og það þýðir að þau eldri fá það mikilvæga hlutverk að hjálpa til ef á þarf að halda og vera sérstaklega góður vinur þeirra í frímínútum.