Fréttir

Tónlist í leikskóla

Í vetur hafa nemendur leikskólans sótt tónlistartíma 

ATH! Tombólu frestað til morguns!

Tombólan og önnur fjáröflun sem vera átti í dag í grunnskólanum frestast til morguns, vegna veðurs. Viðburðurinn verður því kl. 17:30 á morgun, fimmtudag 3. desember.Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk grunnskólans

Útprentanir á ljósmyndum til sölu

Undanfarið hef ég (Hafþór Snjólfur) verið að taka töluvert af myndum heima á Borgarfirði og næsta nágrenni og mig langar að bjóða útprentanir til sölu ef einhver hefur áhuga á því að eignast eintak í fullum gæðu. Myndirnar koma í stærðinni 21x30 og eru prentaðar hjá Myndsmiðjunni á Egilsstöðum í frábærum gæðum, límdar á karton og koma lokuðum plastvasa.

Hátíð í skólanum

Á Degi íslenskrar tungu var mikið um dýrðir í skólanum, opið hús var í skólanum. Margir gestir og margt að gerast.  

Sögustund hjá 3. - 5 bekk

Á fimmtudögum er bókadagur á leikskólanum.

Fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar

Næstkomandi fimmtdagskvöld, 29 október verður almennur fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar á Álfheimum kl 19:30. Allir þeir sem láta sig ferðaþjónustuna í firðinum varða eru hjartanlega velkomnir.

Arkítektasamkeppni um þjónustubyggingu við bátahönina

Til stóð að afhenda verðlaun í samkeppninni og kynna tillögurnar föstudaginn 16. október. Auglýsing um þetta er í Dagskránni. Af óviðráðanlegum ástæðum frestast þetta um viku og verður föstudaginn 23. október kl. 14.00 í Vinaminni. Tíu tilögur bárust og verða allar sýndar við verðlaunaafhendinguna og helgina á eftir. Borgfirðingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta þann 23. október.

Heimsókn 5 ára barna á Hádegishöfða

Um miðjan september fóru 5 ára nemendur leikskólans í heimsókn á leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ. Við gerðum góða ferð þar sem við hittum vini okkar og lékum okkur saman part úr degi. Ferðina enduðum við síðan með því að fá okkur stóran ís í sjoppunni. Við þökkum öllum, bæði nemendum og starfsfólki, á Hádegishöfða kærlega fyrir móttökurnar og vonum að við getum endurgoldið þeim þetta síðar. Margt annað höfum við líka brallað í september eins og að fara á hestbak, safna jurtum, og leika okkur úti í góðaveðrinu. Hér má sjá myndir/pictures.

Breyttir tímar á Borgarfirði eystra - Lokaverkefni Elsu Katrínar frá ME

Í vor vann Elsa Katrín Ólafsdóttir (dóttir Rúnudóru og Óla Hall) skemmtilegt lokaverkefni frá Menntaskólann á Egilsstöðum sem ber nafnið "Breyttir tímar á Borgarfirði eystra"

Grænfánagullkorn

Sjálfbær þróun ! Hvað er nú það.