Fréttir

KK Band í Fjarðarborg

KK Band mætir í fjörðinn núna um helgina

Íþróttaæfingar fyrir krakkana í sumar

Í sumar verða vikulegar æfingar fyrir krakkana á Borgarfirði og er stefnan á að hafa þær aðeins reglulegri og fagmannlegri en hafa verið í vetur.  Gréta Sóley Arngrímsdóttir hefur tekið að sér að vera yfirþjálfari en sennilega munu einhverjir hjálpa henni við þetta. 

17. júní skemmtun U.M.F.B.

Ungmennafélag Borgarfjarðar efnir til hátíðahalda Í tilefni þjóðhátíðardagsins.

ATH! Bregðumst við og gerum kvikmynd að veruleika

Ágætu Borgfirðingar! Eins og þið mörg hver vitið þá stendur til að taka upp kvikmyndina Hjartastein hér í firðinum í sumar og haust. Á sunnudaginn 14. júní á milli 10:00 – 13:00 munu framleiðendur myndarinnar vera með opnar prufur fyrir leikara í Fjarðarborg.

Afmælistónleikar Nonna, Heimildarmyndarbíó og KK í Fjarðarborg

Sumarið er byrjað í Fjarðarborg og margt spennandi framundan.

Sjómannadagurinn 7. júní 2015

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 7. júní.

Skólaslit og skólabyrjun í haust

Grunnskólanum var slitið 27. maí og kennarar eru þessa dagana í óða önn að ganga frá eftir veturinn og undirbúa eins og hægt er fyrir haustið- áður en þeir fara i sumarfrí. Í sumar stendur til að lagfæra ýmislegt, til dæmis, taka til, mála Rifið (miðrýmið) og bæta hljóðvistina í skólanum og aðbúnað okkar með því lagfæra gólf. Þær framkvæmdir fara á fullt þegar leikskólinn fer í sumarfrí í júlí.  Grunnskólahald hefst á ný 17.  ágúst með sundnámskeiði nemenda á Egilsstöðum og skólasetningu kl. 15:30 en 10. og 11 ágúst  munu kennarar heimsækja nemendur og foreldra til að ræða um starf komandi vetrar.  Leikskólinn hefst eftir sumarfrí 5. ágúst.  Glærur frá skólasetnignu má nú finna á heimasíðunni undir tenglar. 

Af opnu húsi og valviku

Í síðustu viku var opið hús hjá okkur í skólanum. Tilefni þessa var að nemendur höfðu þá nýlokið valvikunni, eða tuttugu kennslustundum í valgrein. Með því að opna skólann og halda sýningu á afrakstri valvikunnar og við að nemendur kynntu námskeiðin tókum við um leið þátt í verkefninu "List án landamæra" þennan dag.

Kampselur á Borgarfirði

Þessa dagana heldur til á Borgarfirði glæsilegur Kampselur, en hann er sjaldséður gestur hérna á Borgarfirði. Í dag hélt hann til í fjörunni fyrir neðan Blábjörg og sleikti sólina.

Háskólalestin!

Elstu nemendur skólans tóku þátt í Háskóla unga fólksins - Háskólalestinni, föstudaginn 15. maí. Við drifum okkur af stað fyrir allar aldir þann dag, hittum nemendur á Brúarási og fengum far með þeim í rútu til Vopnafjarðar. Á Vopnafirði höfðu nemendur val um fjölbreytt námskeið undir leiðsögn háskólakennara. Krakkarnir okkar sóttu námskeið í forritun, efnafræði, japönsku og vísindaheimspeki og voru sérdeilis ánægð með daginn enda var hann vel heppnaður í alla staði. Það er frábært fyrir okkar nemendur að hafa möguleika á að hitta fjöldann allan af krökkum á sama reki, efla tengslin við nágranna okkar, fá skemmtilega og spennandi fræðslu og takast á við áskoranir í stærra samfélagi.  Háskólalestin er sambærilegt verkefni og Háskóli unga fólksins nema hvað lestin fer í skóla á landsbyggðinni og er eins til tveggja daga fræðsla en Háskóli unga fólksins er staðbundinn í Reykjavík og stendur í fjóra daga. Bæði verkefnin eru starfrækt af Háskóla Íslands. Háskóli unga fólksins 2015 verður haldinn dagana 10.-13. júní í Reykjavík og er fyrir alla nemendur í 6. -10. bekk sem áhuga hafa. Skráning hefst fimmtudaginn 21. maí kl. 18.00 og fer eingöngu fram rafrænt á vefnum þeirra,  sjá ung.hi.is