Fréttir

Íbúafundur

Íbúafundur í Fjarðarborg 25. apríl kl. 17:00

Bekkjarkvöld 10. bekkjar

Á fimmtudagskvöld var bekkjarkvöld hjá 10. bekk

Vorskóli

Vorskóli elstu nemenda á leikskólanum hófst í dag en þau munu verja fimm dögum með nemendum yngri deildar grunnskólans nú fram á vorið til að aðlagast grunnskólastarfinu. Aðlögunin á sér reyndar stað allt skólaárið því samstarf á milli skólastiganna er mikið hér á Borgarfirði..... en það er aðeins öðruvísi að vera boðin velkomin í heimastofuna, fá eigið borð og skólaverkefni, svo ekki sé talað um að leika við eldri nemendur í frímínútum og sitja með þeim til borðs í matartímanum. Nemendur grunnskólans skiptast á að vera skólavinir gestanna og það þýðir að þau eldri fá það mikilvæga hlutverk að hjálpa til ef á þarf að halda og vera sérstaklega góður vinur þeirra í frímínútum.

Íbúafundur

Borgarfjarðarhreppur auglýsir

Búðarleikur

Elstu börnin á leikskólanum eru markvist og ómarkvist að fást við stærðfræði 

Hús rís uppí Hafnarhólma

Framkvæmdir út í Höfn - Fer þessi framkvæmdagleði ekkert að taka enda!? Vonandi ekki!

21 miljón á framkvæmdir á stór-Borgarfjarðarsvæðinu

Átta verkefni á Austurlandi fá samtals rúmar 46 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði en tilkynnt var um 600 milljóna úthlutun í morgun. Hæsti styrkurinn hérna eystra fer til uppbyggingar í Hafnarhólma hérna á Borgarfirði.

Páskafrí

Páskafrí í leik-og grunnskólanum hefst eftir föstudaginn 19.mars.Skólastarf í leikskólanum hefst 28.mars en í grunnskólann mæta nemendur miðvikudaginn 29.mars og verður þá kennsla samkvæmt stundaskrá. Gleðilega páska og hafið það yndilegt í fríinu

Skíðaferð

Mikið svakalega var gaman á skíðum. Nemendur drifu sig í Oddskarðið í blíðskaparveðri 17.mars. Flestir voru að renna sér í fyrsta skipti og þurftu sumir að yfirstíga allskonar tilfinningar til að koma sér af stað. Í lok dagsins voru allir farnir að renna sér með bros á vör.

Bangsastund hjá 3.,4. og 5. bekk

Nemendur í 3., 4. og 5. bekk gerðu gjörning í útikennslutofunni 18.mars 2016 í tilefni af alþjóðadegi til afnáms kynþáttamisréttis 21. mars en dagurinn er einnig alþjóðadagur ljóðsins. Af þessu tilefni komu þau með bangsana sína í skólann. Kveikt var bál og böngsunum raðað í kring um bálið,  krakkarnir skrifuðu ljóð um vináttuna eða frið en fyrr um morguninn höfðu þau velt fyrir sér andheitum orðsins kynþáttafordómar. Ljóðin lásu þau upp fyrir eldri nemendur og aðra áheyrendur í lok tímans. Þau höfðu sjálf komist að því að þau gætu notað bangsa sem tákn fjölbreytileika og þeir eru í þessum gjörningi vísun til mikilvægi fjölbreytileikans í samfélagi  okkar og mikilvægi þess að afnema misrétti. Bangsinn hefur einnig á síðustu misserum orðið tákn sakleysisins, barna á flótta og mannúðar. Ljóðin má lesa hér.