Fréttir

Dagur leikskólans

Á fimmtudaginn var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur hér í skólanum með upplestri, spilum og söng. Við fengum góða gesti og gæddum okkur á brauði sem börnin höfðu bakað í tilefni dagsins. Hér má sjá myndir/pictures frá deginum. 

Karlarnir taka yfir!

Merkilegur fundur.

Blak í sparkhöllinni alla mánudaga

UMFB hefur ákveðið að efna til opinna blakæfinga alla mánudaga fram á sumar í Sparkhöllinni og er öllum hjartanlega velkomið að mæta.

Lestu-hlauptu!!!!!!!!!

Mikið ofsalega eru nemendur hér duglegt fólk! Lestraráskoruninni lauk í gær, fimmtudaginn 30. janúar. Þá höfðu nemendurnir okkar 18 lesið 7508 blaðsíður á fimmtán dögum. 7508 blaðsíður og við erum á leið norður á Akureyri í maí. Við höfum þegar skorað á Brúarásskóla að lesa sem mest sér til ánægju - og þau tóku áskoruninni!

Samfélgasfundur / vinnustofa

Boðið er til ,,Samfélagsfundar” í Fjarðarborg fimmtudaginn 30. janúar frá 20:00 til 22:00.

Þorrablót 2014

Þorrinn blótaður.

Nýir kennarar til starfa

Á mánudaginn hófu  Kristján Geir og Arngrímur Viðar störf við skólann en þeir leysa Hoffu af í fæðingarorlofi. Þessi breyting er góð fyrir kynjahlutfallið á kennarastofunni og sérstaklega ánægjuleg fyrir Þráinn og okkur hin. Við bjóðum þá drengi velkomna til starfa.

Nýir kennarar til starfa

Á mánudaginn hófu Kristján Geir og Arngrímur Viðar störf við skólann en þeir ætla að leysa Hoffu af í fæðingarorlofi. Þessi skipti breyta kynjahlutföllum á kennarastofunni all verulega sem er ágæt tilbreyting fyrir Þráinn og okkur öll. Við bjóðum þá drengi velkomna til starfa.

Útlit fyrir bætt netsamband og sjónvarpsþjónustu á Borgarfirði

Gleðifréttir voru að berast okkur en það lítur allt út fyrir að Míla ætli að ráðast í úrbætur á netsambandi í firðinum á árinu og uppfæra búnaðinn hérna í þorpinu sem mun vonandi ná út í sveitina líka.

Lestraráskorun

Nemendur hvattir til að lesa.