Fréttir

Samkaup hætt verslunarrekstri á Borgarfirði - Verslunin seld

Það voru heldur betur breytingar hérna um helgina þegar Samkaup seldi verslun sína og hætti þar með verslunarrekstri á Borgarfirði. Það voru hjónin Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem keyptu búðina og opnuðu hana nú í dag.

Gæðastund

Nemendur , kennarar, foreldrar og íbúar komu saman 2.október til að spila félagsvist. Góð mæting var og spilað á 5 borðum fyrir utan á nokkuð stóru borði fyrir yngstu nemendur.  Við snæddum dýrindis sveppasúpu og hrátt grænmeti að hætti Lilju og Kristjáns en nemendur í eldri deild bökuðu mjög gott fjölkorna brauð fyrir okkur fyrr um daginn. Nokkur verðlaun voru veitt fyrir spilamennskuna en þar fyrir utan voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hattinn en þetta kvöld var hattaþema. Takk fyrir samveruna öll sömul

Fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar

Ferðamálahópur Borgarfjarðar boðar til fundar á Álfheimum miðvikudaginn 8. október klukkan 20:00 Allir velkomnir og sérstaklega nýir félagar sem vilja starfa með okkur.

Íslenskir þjóðstígar - Víknaslóðir skilgreint sem eitt besta göngusvæði landsins

Á vef Ferðamálastofu kemur fram að út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar. Viðfangsefni þessa verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi en innan þess verða vinsælustu gönguleiðir landsins.

Menntaþing 11. og 12. október 2014

Dagana 11.-12.október verður haldið menntaþing á Borgarfirði eystra. Tilgangur þingsins er að skapa umræðu um jafnréttis- og skólamál og kynna um leið áherslur sem samræmast stefnu Grunnskólans á Borgarfirði eystra.

Góð veiði á Borgarfirði í september

Í september er búið að landa 322 tonnum af fiski í Borgarfjarðarhöfn, af 18 bátum. Sjö af þessum bátum koma frá norðurlandi og hafa gert út frá Borgarfirði í tæpar 3 vikur og svo villtist inn bátur frá Fáskrúðsfirði einn dag. Allir þessir aðkomubátar veiða á handfæri nema einn sem skipti yfir í línutrekt.  

Björn Thoroddsen í Fjarðarborg þriðjudaginn 16. sept. kl 20:00

Það er okkur sannur heiður að tilkynna um frábæra tónleika sem verða núna í september í Fjarðarborg með gítarsnillingnum Birni Thoroddsen.

Íbúð komin í útleigu hjá Blábjörgum

Nú í sumar voru teknar í notkun 3 íbúðir í gamla vinnslusalnum í frystihúsinu.

Hestamennska hjá eldri nemendum

Nemendum í eldri deild grunnskólans langar til að vita margt um íslenska hestinn. Til dæmis hvað hann getur orðið gamall, hver uppruni hans er, hver meðalhæð hesta sé og hve meðganga er löng.

Fuglaskoðun

Vikuna sem grunnskólabörnin voru á sundnámsskeiði á Egilsstöðum var rólegt hjá okkur á leikskólanum.