31.01.2014			
	
	UMFB hefur ákveðið að efna til opinna blakæfinga alla mánudaga fram á sumar í Sparkhöllinni og er öllum hjartanlega velkomið að
mæta.
 
	
		
		
		
			
					31.01.2014			
	
	Mikið ofsalega eru nemendur hér duglegt fólk!
Lestraráskoruninni lauk í gær, fimmtudaginn 30. janúar. Þá höfðu nemendurnir okkar 18 lesið 7508 blaðsíður á fimmtán
dögum. 7508 blaðsíður og við erum á leið norður á Akureyri í maí. Við höfum þegar skorað á
Brúarásskóla að lesa sem mest sér til ánægju - og þau tóku áskoruninni!
 
	
		
		
		
			
					29.01.2014			
	
	Boðið er til ,,Samfélagsfundar” í Fjarðarborg fimmtudaginn 30. janúar frá 20:00 til
22:00.
 
	
		
		
		
			
					24.01.2014			
	
	Á mánudaginn hófu  Kristján Geir og Arngrímur Viðar störf við skólann en þeir leysa Hoffu af í fæðingarorlofi.
Þessi breyting er góð fyrir kynjahlutfallið á kennarastofunni og sérstaklega ánægjuleg fyrir Þráinn og okkur hin. Við
bjóðum þá drengi velkomna til starfa.
 
	
		
		
			
					24.01.2014			
	
	Á mánudaginn hófu Kristján Geir og Arngrímur Viðar störf við skólann en þeir ætla að leysa Hoffu af í
fæðingarorlofi. Þessi skipti breyta kynjahlutföllum á kennarastofunni all verulega sem er ágæt tilbreyting fyrir Þráinn og okkur öll.
Við bjóðum þá drengi velkomna til starfa.
 
	
		
		
		
			
					22.01.2014			
	
	Gleðifréttir voru að berast okkur en það lítur allt út fyrir að Míla ætli að ráðast í úrbætur á
netsambandi í firðinum á árinu og uppfæra búnaðinn hérna í þorpinu sem mun vonandi ná út í sveitina
líka.
 
	
		
		
		
			
					15.01.2014			
	
	Nemendur hvattir til að lesa.
 
	
		
		
		
			
					13.01.2014			
	
	Við vorum beðin um að koma þessu bréfi hingað inn frá Louise Cerveny sem er að vinna lokaverkefni sitt í landslagsarkitektúr í tengslum
við Borgarfjörð. Vonandi taka allir henni vel og aðstoða við framvindu verksins.
 
	
		
		
		
			
					08.01.2014			
	
	'A vorönn kemur Susanne til okkar á miðvikudögum eins og vant er. Hún fræðir nemendur um eftirfarandi þætti
1.  bekkur             Líkami minn, flúor, handþvottur, hjálmnotkun, hamingja
2.  bekkur             Svefn, hamingja og tilfinningar
3.  bekkur             Svefn, hamingja og tilfinningar
4.  bekkur             Hamingja, sjálfsmynd, slysavarnir og tannvernd
7.   bekkur            Tannvernd, ónæmisaðgerð
8.  bekkur             Hugrekki, hollusta og hreyfing
10. bekkur            Kynning á heilsugæslunni og forvarnir ábyrgt kynlíf