Fréttir

Jólablót Já Sæll

Þjóðleg matarveisla og skemmtun að hætti vertanna í Fjarðarborg, með skemmdu og óskemmdu lambakjöti og viðeigandi meðlæti.

Jónas og Ómar Guðjóns í Fjarðarborg. Frítt inn í boði UMFB!

Í tilefni af 5 ára afmæli Tónleikamaraþonsins og 100 ára afmæli UMFB verður blásið til tónleika í Fjarðarborg næstkomandi föstudagskvöld með Jónasi Sigurðssyni ásamt Ómari Guðjónssyni. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 11.júní.

Auglýsing - Breiðvangur 1 (til leigu)

Borgarfjarðarhreppur auglýsir íbúðina Breiðvang 1 til leigu. Fyrst um sinn er um tímabundnaleigu að ræða til 10. ágúst.

Aðalfundur Sveinunga 12. maí í Álfakaffi

Aðalfundur Sveinunga verður haldinn föstudaginn 12. maí í Álfakaffi. Hefst fundurinn klukkan 17:30 og verður boðið uppá súpu og brauð.

Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2006 - 2016, Geitland. Aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að breytingu á aðalskipulagi ásamt drögum að nýju deiliskipulagi að Geitlandi Borgarfirði eystra skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð.

Uppskeruhátíð grunnskólans

 Uppskeruhátíð Grunnskólans 2017  verður haldin í skólanum miðvikudaginn 3. maí kl. 18:00  Að þessu sinni verður tekið fyrir hitt og þetta sem nemendur hafa unnið yfir veturinn.Dagskráin byrjar kl. 18:20 og að henni lokinni verður hægt að kaupa sér súpu og brauð á vegum foreldrafélagsins, verð kr. 1200 , frítt fyrir nemendur grunnskólans og börn 6 ára og yngri. Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar      

Tekið á móti lundanum

Lundadagurinn árlegi var haldinn í gær, sumardaginn fyrsta, þar sem tekið var formlega á móti lundanum og hann boðinn velkominn.

Lundadagurinn 2017

Lundinn er kominn í Hafnarhólmann og ætlum við að bjóða hann velkominn á morgun sumardaginn fyrsta klukkan 20.00.

Varningur til styrktar 100 ára afmælis U.M.F.B.

Í tilefni af 100 ára afmæli U.M.F.B nú í ár, hefur félagið látið framleiða glös og húfur sem eru nú til sölu hjá okkur.