Fréttir

Langar þig að selja vörur á Bræðslunni?

Líkt og undanfarin ár verður markaður á Bræðsludaginn í tjaldi við Fjarðarborg.Hægt er að panta sölupláss hjá Bryndísi Snjólfs í s: 893-9913

Miðasala á alla viðburði í Fjarðarborg í Bræðsluvikunni

Miðasalan á alla viðburði Já Sæll ehf í Bræðsluvikunni hefst núna á mánudegi fyrir Bræðslu kl 13:00.

Ungmennafélag Borgarfjarðar 100 ára

Í júlímánuði ætlum við hjá UMFB að fagna 100 ára afmæli félagsins. Aðalfögnuðurinn verður laugardaginn 15. Júlí þegar við höldum afmælishátíð UMFB. 

Jólablót Já Sæll

Þjóðleg matarveisla og skemmtun að hætti vertanna í Fjarðarborg, með skemmdu og óskemmdu lambakjöti og viðeigandi meðlæti.

Jónas og Ómar Guðjóns í Fjarðarborg. Frítt inn í boði UMFB!

Í tilefni af 5 ára afmæli Tónleikamaraþonsins og 100 ára afmæli UMFB verður blásið til tónleika í Fjarðarborg næstkomandi föstudagskvöld með Jónasi Sigurðssyni ásamt Ómari Guðjónssyni. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 11.júní.

Auglýsing - Breiðvangur 1 (til leigu)

Borgarfjarðarhreppur auglýsir íbúðina Breiðvang 1 til leigu. Fyrst um sinn er um tímabundnaleigu að ræða til 10. ágúst.

Aðalfundur Sveinunga 12. maí í Álfakaffi

Aðalfundur Sveinunga verður haldinn föstudaginn 12. maí í Álfakaffi. Hefst fundurinn klukkan 17:30 og verður boðið uppá súpu og brauð.

Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2006 - 2016, Geitland. Aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að breytingu á aðalskipulagi ásamt drögum að nýju deiliskipulagi að Geitlandi Borgarfirði eystra skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð.

Uppskeruhátíð grunnskólans

 Uppskeruhátíð Grunnskólans 2017  verður haldin í skólanum miðvikudaginn 3. maí kl. 18:00  Að þessu sinni verður tekið fyrir hitt og þetta sem nemendur hafa unnið yfir veturinn.Dagskráin byrjar kl. 18:20 og að henni lokinni verður hægt að kaupa sér súpu og brauð á vegum foreldrafélagsins, verð kr. 1200 , frítt fyrir nemendur grunnskólans og börn 6 ára og yngri. Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar