Fréttir

Styrkir til menningarmála - Viðvera menningarfulltrúa á Borgarfirði

 Á milli 15 og 17 á fimmtudaginn 22. nóv verður Signý Omarsdóttir menningarfulltrúi með viðtalstíma á Hreppstofunni. Hægt verður að ræða við Signý um málefni Menningarráðsins og ræða við hana um möguleg verkefni til umsóknar.

Jónas ásamt Ómari Guðjóns með 21. tónleika ársins í Fjarðarborg

Jónas okkar Sigurðsson er svo sannarlega ekki búinn að gleyma okkur eftir sumarið og er væntanlegur í fjörðinn ásamt gítarleikaranum Ómari Guðjóns. Ómar var einn af gestum Jónasar í sumar og þóttu þeir tónleikar með þeim allra bestu í tónleikaröðinni.

Hallveig Karlsdóttir á Bikarmóti í Fitness

Fitness Bikarmóti IFBB fór fram um helgina í troðfullu Háskólabíói og þar áttum við Borgfirðingar glæsilegan þátttakanda sem var hún Hallveig Karlsdóttir, (Sveinssonar) og náði hún stórglæsilegum árangri á mótinu en hún hafnaði í 6. sæti í fitness kvenna á hennar öðru móti.

Nóvember á Borgarfirði

Helga Björg fór á rúntinn í vikunni og tók nokkrar myndir af þessu stórundarlega fólki sem hér má finna á Borgarfirði.

Félagsvist í Fjarðarborg

Á fimmtudaginn veður haldin félagsvist á vegum skólans í Fjarðarborg. Byrjað verður að spila kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Aðgangseyrir kr. 500.-  Sjáumst hress :)

Hið árlega Borgfirðingakaffi í Gullsmáranum

Borgfirðingar vinir og vandamenn! Þá er nú komið að hinum árlega kaffidegi Borgfirðingafélagsins en hann verður 18. nóvember í Gullsmára 13 eins og venjulega.

Álfakvöldvaka og kjötkveðjuhátíð 16 og 17 Nóv.

Frábært framtak hjá Álfacafé og Gistiheimilinu Blábjörgum, en saman efna þau til menningarhelgi á Borgarfirði þar sem áherslan er á álfa, afslöppun og afbragðsmat. Við vonum að sem allra flestir komi til með að kíkja í fjörðinn um þessi helgi og njóta þess sem Álfacafé og Blábjörg bjóða upp á, og að sjálfsögðu að upplifa Borgarfjörð í vetrarbúningi. 

borgarfjordureystri.is með yfir 111.000 þúsund heimsóknir á árinu

Þessi síða okkar er að slá aðsóknarmet þetta árið, en nú þegar þetta er skrifað hafa 111.170 manns heimsótt síðuna frá áramótum.

Fleiri myndir af briminu mikla

Við fengum sendar þessar myndir í dag frá sveitarfélaginu, en þær tók allrahandamaðurinn Björn Skúlason á ferðinni um daginn.

Svar frá Símanum vegna hugleiðinga um fjarskiptamál

Eins og margir sáu þá voru settar hér fram hugleiðingar um daginn um lélega þjónustu Símans á Borgarfirði. Við sendum þessar hugleiðingar á þjónustufulltrúa Símans fyrir rúmum mánuði og buðum fyrirtækinu það að senda okkur þeirra svör við þessu til þess að birta á vefnum.