Fréttir

Ungmennaráðstefna Framfarafélagsins

Framfarafélag Borgarfjarðar boðar til ungmennaráðstefnu fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 20 ára. Ráðstefnan verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 17. ágúst og hefst klukkan 14:00.

Tillaga að deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Gengið með Wildboys á Dyrfjöll á laugardaginn

Afmælisganga í tilefni þess að haustið 2012 voru 60 ár liðin frá því að Borgfirðingarnir Jón Sigurðsson og Sigmar Ingvarsson gengu á hæsta tind Dyrfjalla, 1136 m. Ferðin féll niður í fyrra vegna slæms tíðarfars. Lagt verður af stað laugardaginn 10. ágúst, kl. 8 frá gamla tjaldstæðinu á Egilsstöðum og kl. 9:30 frá Jökulsá.

Framfarafélag Borgarfjarðar - Gerumst stofnaðilar!

Hið nýstofnaða Framfarafélag Borgarfjarðar - til móts við nýjan dag, er komið með undirsíðu hér á vefnum sem má sjá hér. Hægt er að gerast stofnaðili að félaginu fram til 15. ágúst með því að senda nafn og kennitölu á framfarafelag.bgf@gmail.com, og er árgjaldið að félaginu 3000.- kr. sem rennur til starfsemi félagsins. 

Álfaborgarsjens á Borgarfirði 2013 - UPPFÆRT!!!

Eins og venjulega höldum við Álfaborgarsjens um Verslunarmannahelgina og er dagskráin tilbúin fyrir þetta árið ATH! Búið að bæta við pönnukökuboði í garðinum við Lindarbakka á sunnudaginn

Bræðslan búin - Stórkostleg eins og alltaf

Þá er Bræðsla ársins yfirstaðin og ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið eins og í sögu.

Til móts við nýjan dag - Stofnfundur Framfarafélags Borgarfjarðar

Miðvikudagskvöldið 17. júlí var stofnfundur Framfarafélags Borgarfjarðar haldinn í Fjarðarborg.  Fundurinn var vel sóttur og eru stofnfélagar um 45 talsins. Unt verður að gerast stofnfélagi í gegnum tölvupóst fram til 15 ágúst.

Heildardagskrá Bræðsludaganna

Jæja, þá er heildardagskráin tilbúin fyrir Bræðsluna og viðburði í kringum hana. Góða Bræðslu og skemmtum okkur fallega.

Frá Gallerí Réttin

Nyjar vörur komnar í Gallerí Réttin, afsláttur af völdum hönnunarvörum. Verið velkomin.

Frábær söngskemmtun í Álfacafé í upphafi Bræðsluhelgarinnar

Söngskemmtun í Álfacafé fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.30. Eins og undanfarin ár verður söngskemmtun í Álfacafé í upphafi Bræðsluhelgarinnar. Að þessu sinni kemur söngkvartett, skipaður þeim Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni. Jóhann G. Jóhannsson leikur á píanó.