02.09.2013			
	
	Haustferðin okkar að þessu sinni tókst með miklum ágætum. 
 
	
		
		
			
					27.08.2013			
	
	Á morgun 28. ágúst  ætlum við nemendur 1. - 10. bekkjar og kennarar í Grunnskólanum að rölta til Breiðuvíkur
 
	
		
		
		
			
					27.08.2013			
	
	Vegagerðin hefur ákveðið að frá og með haustinu verði vetrarþjónustudögum á Vatnsskarði fjölgað úr fjórum
í sex. Þetta þýðir að Skarðinu verður haldið opnu alla daga vikunnar fyrir utan laugardaga.
 
	
		
		
		
			
					26.08.2013			
	
	Vegna óvenju slæms veðurútlits um helgina, hefur verið ákveðið að fella niður fyrirhugaða tónleika með Jóni Ólafs og
Eyjólfs í Loðmundarfirði á laugardaginn.
 
	
		
		
		
			
					26.08.2013			
	
	Nú fyrr í sumar kom út diskur frá Magna sem inniheldur lög sem eiga það öll sameiginlegt að hafa sterka borgfirska tengingu. Þetta eru
ýmist borgfirsk lög, borgfirskir textar eða bara lög sem hafa verið mikið sungin á mannamótum hér í firðinum gegnum árin.
 
	
		
		
		
			
					23.08.2013			
	
	Boðað er til opins fundar í Framfarafélagi Borgarfjarðar klukkan 20:00 þriðjudaginn 27. ágúst í Fjarðarborg. Vinna starfshópa og
stjórnar verður kynnt. Auk þess verður rætt um væntanlega komu fjölmiðla til Borgarfjarðar sem ætla að fjalla um starf Framfarafélagsins
og uppbygginguna á Borgarfirði.
 
	
		
		
		
			
					23.08.2013			
	
	Nú er bara rétt rúm vika í hina árlegu tónleika í Loðmundarfirði. Fjölmennum og höfum gaman líkt og fyrri ár.
Aðgangur valfrjáls
 
	
		
		
		
			
					21.08.2013			
	
	Laugardaginn 17. ágúst stóð Framfarafélag Borgarfjarðar fyrir ungmennaráðstefnu sem haldin var í Fjarðarborg.
Ráðstefnan var ætluð ungu fólki á aldrinum 13-20 ára og var ágætlega sótt.
 
	
		
		
		
			
					15.08.2013			
	
	Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur í samstarfi við Arkitektafélag Íslands standa fyrir hugmyndasamkeppni um bætta
aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Samkeppnin er öllum opin.
 
	
		
		
		
			
					12.08.2013			
	
	Nú á laugardaginn fór um 25 manna hópur á efsta tind Dyrfjalla (1136m) í ferð á vegum Wildboys, Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar. Þetta er ganga sem átti að fara í fyrra til þess að heiðra
þá félaga Sigmar á Desjarmýri og Jón á Sólbakka. Þá voru 60 ár síðan þeir gengu fyrstir manna á
tindinn, en ferðin í fyrra féll niður vegna veðurs.