Fréttir

Handverksvinnsla á fullu í gamla leikskólanum

Undanfarið hefur Bryndís Snjólfs verið að vinna og þróa handverksvörur á verkstæði sínu í gamla leikskólanum og verður þar opið í sumar fyrir gesti og gangandi sem vilja koma, skoða og versla alvöru handunnar vörur.

Musterið í Blábjörgum

Á neðri hæð Blábjarga er nú verið að legga lokahönd stórglæsilegt vellíðunarsvæði, eða SPA eins og það er oft kallað. Í fyrra var sett upp flott aðstaða inni í húsinu, en núna í vikunni var verið að setja upp glæsilegt gufubað og útipott á nýjan pall fyrir utan húsið.

Sjómannadagurinn og Bláfáninn

Nú á sunnudaginn héldum við Borgfirðingar sjámannadaginn hátíðlegan og heiðruðum þannig sjómenn okkar lifandi og liðna. Veðrið var hreint út sagt frábært og mesta mæting í áraraðir út í Höfn.

Aðalfundur UMFB þar sem framtíð Fjarðarborgar verður ákveðin

Auglýsing frá UMFB. Mikilvægt að fá sem flesta félaga til þess að mæta og ákveða framhaldið varðandi Fjarðarborg.

Barsvar og Jón Arngríms í Fjarðarborg í kvöld

Já Sæll - Fjarðarborg opnaði í gærkvöldi en þar var sérstök móttaka fyrir fastagesti í gær klukkan 00:00 þegar þeir fengu húsið afhent.

Glæsilegur sólpallur að rísa við Blábjörg

Þeir Hörður smiður af héraði og Bjössi á Bakka vinna nú hörðum höndum að því að klára glæsilegan sólpall við gistiheimilið Blábjörg.

Sjómannadagurinn á Borgarfirði 2013

Bláfánaafhending verður á slaginu 13:00 og síðan haldið í skemmtisiglingu. Eftir hana tekur við stórglæsileg skemmtidagskrá í umsjón heimamanna. Kaffihlaðborð Slysavarnarsveitarinnar Sveinunga hefst í Fjarðarborg eftir skemmtidagskrá

Vor- og þemadagar í skólanum

Vor- og þemadagar voru í skólanum síðustu vikuna fyrir sumarfrí.  

Afhending endurskinsvesta

Í síðustu viku afhenti fulltrúi slysavarnarsveitarinnar Sveinunga Grunnskólanum fjögur endurskinsvesti handa yngstu nemendum skólans. Helga og nemendum vorskólans veittu þeim viðtöku úr hendi Helgu Bjargar sem, ásamt Steinunni, heimsótti okkur á þemadögum skólans. Þökkum við Sveinunga kærlega fyrir þessa gjöf, en hún mun koma að góðum notum þegar farið er í vettvangsferðir með yngstu nemendurna.  Hérna má sjá myndir frá afhendingunni.

Fundur áhugafólks um samfélagsþróun á Borgarfirði

Þriðjudaginn 28. maí er áhugafólk um framtíð Borgarfjarðar er boðað á fund í Álfheimum kl 20:30