Fréttir

Íbúðaskortur

Þrátt fyrir samdrátt undanfarinna ára og áratuga, þá eigum við bullandi möguleika hérna á Borgarfirði til að blása til sóknar í atvinnu- og byggðamálum, en eitt stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að það eru nær engar lausar íbúðir í boði á staðnum.

Miðnætursólin á Borgarfirði í nótt

Þetta stutta myndband var tekið í nótt með svokallaðri TimeLapse myndatöku. Myndvélin tekur ramma á 10 sekúnda fresti og útkoman er bara nokkuð flott.

Álfheimar opna nýja heimasíðu

Nú hefur ferðaþjónustan Álfheimar opnað nýja heimsíðu fyrir erlendan markað og unnið að annari vinnu í hönnun á kynningarefni. Á þessari nýju síðu er að finna upplýsingar um gistingu, þjónustu og þær náttúrutengdu upplifanir sem hægt er að kaupa hjá þessu vaxandi fyrirtæki.

Álfacafé hefur opnað

Sumarið er alveg að skella á og þá opnar Álfacafé að venju fyrst veitingastaða í þorpinu. Það er opið nú til að byrja með frá klukkan 10:00 - 18:00.

Uppselt í forsölu á Bræðsluna 2013

Það tók ekki nema tæpa 2 daga að selja alla Bræðslumiðana sem settir voru í sölu þetta árið.

Blaðamannafundur Bræðslunnar

Nú var að ljúka blaðamannafundi Bræðslunnar og var feiknagóð mæting fjölmiðlafólks og annara gesta. Áskell Heiðar Bræðslustjórnandi fór þar yfir dagskrá sumarsins og sagði einnig frá fyrirhugaðri rannsókn sem hann mun standa fyrir í sumar í tengslum við Bræðsluna.

Opinn blaðamannafundur Bræðslunnar 2013

Bræðslustjórinn Áskell Heiðar býður Borgfirðingum á opinn blaðamannafund og vöfflukaffi í Bræðslunni föstudaginn 10 maí kl. 12:00. Tilefnið er að miðasala á Bræðsluna í sumar er að hefjast

Aðalfundur Sveinunga

Aðalfundur Slysavarnarsveitarinnar Sveinunga verður haldinn miðvikudaginn 8. maí klukkan 17.30. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundastörf og önnur mál. Hvetjum við alla meðlimi að mæta og einnig þá sem vilja ganga í sveitina.

Opnun á nýrri björgunarmiðstöð

Á síðasta degi vetrar var formlega opnuð ný björgunarmiðstöð á Heiðinni. Opnunin var haldin í samstarfi sveitarfélagsins, slysavarnarsveitarinnar og slökkviliðsins. 

Kosningakaffi í Fjarðarborg

Kosningakaffi verður í Fjarðarborg á kjördag frá klukkan 15:00 - 17:00. Það er ferðahópur Grunnskóla Borgarfjarðar sem stendur fyrir kaffinu og rennur allur ágóði í ferðasjóð hópsins sem stefnir á Danmerkurferð nú á vordögum.